Fréttapistill | 24. okt. 2023

Kvennaverkfall

Hér á Bessastöðum er kvennaverkfall virt og sama gildir um skrifstofu forsetaembættisins að Staðastað við Sóleyjargötu í Reykjavík. Margt hefur breyst til batnaðar frá kvennafrídeginum 1975 en áfram er verk að vinna í baráttunni fyrir sjálfsögðum mannréttindum og lýðræðisgildum. Og ef slík sanngirnisrök duga ekki þá má bæta við að kynjajafnrétti gagnast öllum í efnahagslegu tilliti. Fái allt fólk jöfn tækifæri til að sýna hvað í því býr og njóta afraksturs óháð kyni kemur það öllu samfélaginu til góða.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 24. október 2023.

  • Ljósmynd: Sigurður Jóhannsson
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar