Fréttapistill | 31. okt. 2023

Verðlaun Norðurlandaráðs

Ég óska Rán Flygenring hjartanlega til hamingju með verðskuldaðan heiður, barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs 2023 sem afhent voru í tíunda sinn við hátíðlega athöfn í Osló í kvöld. Verðlaunin hlýtur hún fyrir myndabókina mögnuðu Eldgos og sækir þar innblástur í efni sem stendur okkur öllum nærri hér á þessari eldfjallaeyju. Eins og segir í rökstuðningi dómnefndar:

„Verðlaunahafinn í ár hefur skapað myndabók fulla af sjónrænum sprengikrafti um áhrifin sem villt og óhamin náttúra hefur á fólk [...] Eldgos kveikir von um að við getum fundið leið til að lifa í sátt við náttúruna."

Enn og aftur til hamingju!

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 31. október 2023.

  • Ljósmynd: Magnus Fröderberg, norden.org
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar