Ekki náðu stelpurnar okkar að leggja sterkt lið Angóla að velli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Ég naut þess samt að fylgjast með þeim í Stafangri og hvetja til dáða. Þær munu mæta enn sterkari til leiks á næsta mót. Gaman var að finna sem fyrr hvernig afreksíþróttir geta eflt heilbrigða ættjarðarást. Væntanlega mun það líka sjást vel í næstu viðureign þegar við mætum liði Grænlands. Ég leyfi mér að senda leikmönnum þess heillaóskir fyrir markverða frammistöðu á mótinu hingað til þótt sigrar hafi ekki unnist. Hún skiptir Grænlendinga eflaust miklu máli á þeirra framfara- og fullveldisbraut.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 5. desember 2023.