Góðir landsmenn. Eldgos er hafið í grennd við Grindavík. Ekki er ljóst hvaða usla það getur valdið en nú reiðum við okkur á vísindafólk okkar auk allra þeirra sem þurfa að sinna eftirliti og öðrum aðgerðum. Framar öllu verndum við mannslíf en sinnum öllum vörnum mannvirkja eftir bestu getu. Ég sendi sem fyrr hlýjar kveðjur til Grindvíkinga og þeirra sem nú sinna störfum á vettvangi. Og að sjálfsögðu ber fólki að fylgja öllum tilmælum Almannavarna á þessari hættustundu.
Mynd tekin fyrir stundu beint í suður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Grindavík í fjarska.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 18. desember 2023.