Mér hlotnaðist sá heiður að afhenda tónlistarkonunni Laufeyju Lín Jónsdóttur Bjartsýnisverðlaunin í gær. Sá snillingur hefur skotist upp á stjörnuhimininn vegna hæfileika sinna og þokka. Forseti Íslands hefur verið verndari Bjartsýnisverðlaunanna frá upphafi, en þau voru fyrst veitt í tíð forvera míns, Vigdísar Finnbogadóttur, árið 1981. Verðlaunahafarnir eru því orðnir 43 talsins, allt íslenskir listamenn sem hafa veitt okkur gleði og innblástur. Laufey Lín er vandvirk og metnaðarfull en hlý um leið. Í því liggur galdur hennar. Aftur til hamingju!
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 4. janúar 2024.