Enn gýs í grennd við Grindavík. Þessi sýn blasti við hér á Bessastöðum í morgunsárið. Enn vonum við að allt fari eins vel og hægt er í þessum náttúruhamförum, búum okkur undir framtíð með hættu á frekari eldsumbrotum og tryggjum velferð Grindvíkinga eftir bestu getu. Sýnum samstöðu og þolgæði þegar á reynir.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 8. febrúar 2024.