Enn er hægt að senda inn tillögur til Íslensku lýðheilsuverðlaunanna sem afhent verða á Bessastöðum í annað sinn í vor. Mér þykir mjög vænt um að hafa stofnað til þeirrar viðurkenningar. Ég veit sem er að um allt land er fólk sem vinnur að bættri heilsu og líðan almennings með ýmsum hætti. Því vil ég hvetja ykkur öll til að benda á einstaklinga, stofnanir eða fyrirtæki sem hafa staðið sig vel í því að bæta lýðheilsu landans, jafnt til sálar og líkama.
Verðlaunin verða afhent á sumardaginn fyrsta en opið er fyrir tillögur fram til 1. apríl á þessari slóð: www.lydheilsuverdlaun.is/
Til gamans læt ég fylgja með mynd sem tekin var að loknu forsetahlaupinu á Patreksfirði síðasta haust. Þar hleypur hver eftir eigin getu og vilja. Markmiðið er bara að hafa gaman og láta sér líða vel.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 19. mars 2024.