Fréttapistill | 21. mars 2024

Gleðilegan alþjóðlegan Downs-dag!

Gleðilegan alþjóðlegan Downs-dag, öll sömul! Á þessum degi minnum við á mikilvægi víðsýni, fjölbreytni og umburðarlyndis og vekjum fólk til vitundar um sjálfsagðan rétt fólks með Downs-heilkenni til virkrar þátttöku í samfélaginu.

Jafnframt megum við hafa í huga að rétturinn til vitneskju í fósturskimun þarf að haldast í hendur við hlutlæga upplýsingagjöf um líf fólks með Downs-heilkenni sem getur svo sannarlega verið uppfullt af farsæld, hamingju og gleði.

Hefð er fyrir því að klæðast mislitum sokkum á Downs-deginum. Þannig fögnum við fjölbreytileikanum á táknrænan hátt og í morgun voru okkur Elizu færðir nýir sokkar hér á Bessastöðum. Sokkarnir eru íslensk hönnun og tók ég við þeim úr hendi Guðjóns Gísla Kristinssonar listamanns sem hannaði þá fyrir Downs félagið á Íslandi, ásamt Guðjóni Tryggvasyni fatahönnuði. Ég þakka félaginu kærlega fyrir og óska öllum til hamingju með daginn.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 21. mars 2024.

  • Guðjón Gísli Kristinsson listamaður er annar tveggja hönnuða ósamstæðu sokkanna sem gerðir voru fyrir Downs félagið á Íslandi. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir
  • Luna Zoega Diljárdóttir og Nói Snær Guðmundsson heimsóttu Bessastaði á alþjóðlega Downs-deginum. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir
  • Downs félagið á Íslandi kom færandi hendi á Bessastaði með mislita sokka á alþjóðlega Downs-deginum. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir
  • Luna Zoega Diljárdóttir heimsótti Bessastaði á alþjóðlega Downs-deginum. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir
  • Nói Sær Guðmundsson heimsótti Bessastaði á alþjóðlega Downs-deginum. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar