Ég sendi mínar bestu kveðjur til strákanna okkar í fótboltanum sem leika í kvöld einn sinn mikilvægasta leik í langan tíma, viðureign við sterkt lið Úkraínu um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Við Eliza munum eftir stemningunni á leiknum í Nice gegn Englandi í úrslitakeppninni sumarið 2016, þegar ég var nýkjörinn forseti og þessi mynd var tekin.
Við hjónin erum í stuttu fríi í Lundúnum núna og einhvern veginn missir maður alltaf úr sér úrslit þeirrar viðureignar í spjalli við heimafólk hér. Koma svo, áfram Ísland!
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 26. mars 2024.