Í dag var þess minnst að hálf öld er liðin frá því að sveitarfélagið hlaut kaupstaðarréttindi. Af því tilefni var boðað til hátíðarfundar bæjarstjórnar í Gjánni í Grindavík. Þar voru átta Grindvíkingar heiðraðir fyrir fórnfús störf í samfélagsþágu og ég flutti ávarp sem lesa má á vef forsetaembættisins.
Að fundi loknum héldum við Eliza svo í skoðunarferð um bæinn og gosstöðvar í grennd í fylgd með fulltrúum björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Ég dáist enn að elju og þrautseigju Grindvíkinga í þeim hremmingum sem yfir þá hafa dunið. Á það minntist ég í máli mínu og þakkaði jafnframt gestrisni þeirra og góðvild í öll þau skipti sem leið mín og míns fólks hefur legið í þeirra öfluga sveitarfélag.
Um leið og ég færði Grindvíkingum heillaóskir á merkum tímamótum, fyrir hönd okkar Íslendinga, lýsti ég þeirri von að saman gætum við tryggt þeim farsæla framtíð hvernig sem þessum náttúruhamförum vindur fram.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 10. apríl 2004.
Frétt: Grindavík 50 ára