Á morgun verður Forsetahlaup Ungmennafélags Íslands haldið í þriðja sinn og nú hér á Álftanesi. Upphitun hefst klukkan tíu en sprett úr spori klukkan 10:30 og vegalengdin er fimm kílómetrar. Ekki er tímataka, mest áhersla á gleði og hreyfingu.
Viðburðarsíða hlaupsins er hér með nánari upplýsingum.
Um leið er boðað til Forsetabikarsins á morgun, bæjarhátíðar okkar Álftnesinga. Þar er margt í boði eins og sjá má nánar á vefsíðunni https://www.forsetabikarinn.is/.
Ég hlakka til að taka þátt í þessum skemmtilegu viðburðum, í síðasta sinn á forsetastóli, og vonast til að sjá sem flest ykkar. Verið öll velkomin á nesið fagra!
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 8. maí 2024.