Á laugardaginn kemur verður opið hús á Bessastöðum, kl. 13:00-17:00. Við Eliza hlökkum til að taka á móti gestum sem geta kynnt sér húsakostinn, sögu staðarins og innanstokksmuni. Þetta verður í síðasta sinn sem við höfum viðburð af þessu tagi í minni embættistíð og þykir mér vænt um að geta kastað kveðju á fólk á tröppum Bessastaðastofu. Verið öll hjartanlega velkomin!
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 6. júní 2024.