Gleðilegan 17. júní, kæru landsmenn! Við fögnum því nú að 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis hér á landi. Í öll þessi ár hefur Ísland verið ríki meðal ríkja og saman höfum við stefnt að því að efla og styrkja okkar ágæta samfélag. Ég sendi ykkur öllum kæra kveðju um leið og ég þakka innilega fyrir samfylgdina síðustu átta ár. Til hamingju með daginn og afmælið!
Birtist ásamt myndbandskveðju á facebook-síðu forseta 17. júní 2024.