Ég þakka kærlega fyrir allar þær heillaóskir sem mér hafa borist á afmælinu. Dagurinn var annasamur að vanda en mér þótti vænt um að geta líka fagnað eigin afmæli með því að heimsækja unga sem aldna. Fyrst hélt ég í leikskólann Brekkuborg í Grafarvogi. Þar var mér boðið að gróðursetja tré með börnum skólans í morgun og var það afar ljúf stund. Í lok dags sótti ég svo veislu í Hafnarfirði þar sem Gunnar Már Torfason hélt upp á 100 ára afmæli sitt í dag, í faðmi ættingja og vina.
Með þessu vildi ég á táknrænan hátt þakka eldri kynslóð þessa lands fyrir þeirra atbeina við að efla og styrkja okkar ágæta samfélag og óska um leið ungviðinu alls velfarnaðar á uppvaxtarbraut. Þau munu standa sig. Framtíðin er björt!
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 26. júní 2024.