Fjármál embættis forseta Íslands
Alþingi ákveður með fjárlögum á ári hverju hver framlög skuli vera til rekstrar embættis forseta Íslands. Rekstrarniðurstaða birtist svo í ríkisreikningi hvers árs.
Auðvelt er að nálgast upplýsingar um fjármál forsetaembættisins á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins en auk þess eru fjárlög og ríkisreikningur aðgengileg í prentuðu formi. Helstu útgjaldaþættir hjá embættinu eru rekstur húsnæðis, laun starfsmanna og kostnaður vegna opinberra heimsókna og annarra ferðalaga.
Kostnaður af rekstri embættis forseta Íslands árið 2022 var 360 milljónir króna skv. ríkisreikningi sem birtur var á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.